top of page

Fjóli Fífils

Sérfræðingur í fingrafaraleit
og
meistari í fótsporafræðum!

Lífsháski - ferðalög til framandi heimshluta - forhertir glæpamenn
svik og prettir - stórhættuleg dýr -  dramatískt lokauppgjör

 

MYNDIR: Ingi Jensson og Eva Kristjánsdóttir

Black Cat Silhouette

Fjóli Fífils, einkaspæjarinn klaufalegi leysir spennandi og dularfull sakamál með dyggri aðstoð vina sinna, heimsminjavarðarins Fornfríðar og ofurhamstursins Pedró Almarillo.

 

Skuggaúrið: Fjóli er nýútskrifaður spæjari og leitar upp sitt fyrsta sakamál. Að finna Gullúr Maraþons sem stolið hefur verið af Heimsminjasafninu. Heimsminjavörðurinn Fornfríður flækist inn í málið eftir að hafa næstum því orðið vitni að ráninu. Hún nýtir gáfur sínar og innsæi við laus málsins og sér um að Fjóli fari sér ekki að voða. Ofurhamsturinn Pedró er aldrei langt undan og hefur alltaf eitthvað til málanna að leggja.

 

Lausnargjaldið: Nú þarf Fjóli Fífils að bregðast skjótt við og bjarga sjálfum skólastjóra einkaspæjaraskólans, Sumarliða úr klóm mannræningja. Þeir heimta undarlegt lausnargjald, sjálft Brísingarmen gyðjunnar Freyju.
Það reynir á einkaspæjarann við lausn þessa sakamáls og því gott að hann getur treyst á sína dyggu aðstoðarmenn, suðræna ofurhamsturinn Pedró og vinkonu sína Fornfríði. Með henni í eftirdragi er skiptilærlingur frá Frakklandi sem þvælist endalaust fyrir spæjaranum mikla.

 

 

Sverð Napóleons: Fjóli ákveður að skella sér í frí til Parísar. En spæjari er ekki lengi í paradís áður en nýtt sakamál rekur á fjörur hans. Bíræfinn þjófur  ræðst inn á hersafn borgarinnar um hábjartan dag og stelur sverði Napóleons Bónaparte, frægasta hershöfðingja Frakklands. Fjóli, Fornfríður og Pedró eru ráðin til að endurheimta sverðið.

bottom of page