Orðspor 1, 2 og 3 eru heildstætt námsefni í íslensku fyrir miðstig grunnskóla. Nemendur kynnast uppruna íslenskunnar, fá að grúska og grafa upp fróðleik um hitt og þetta, eflast í framsögn, tjáningu, ritun, hlustun og lestri.
Höfundar: Kristjana Friðbjörnsdóttir og Ása Marin Hafsteinsdóttir
Myndir: Bergrún Íris Sævarsdóttir
Ritstjórar: Sigríður Wöhler og Guðríður Skagfjörð Sigurðardóttir
Fyrsti, annar og þriðji SMELLUR eru æfingabækur í lesskilningi fyrir miðstig. Nemendur lesa fjölbreytta texta og vinna verkefni í tengslum við efnið. Hver opna er sjálfstæð og hægt að velja þær eftir áhuga nemenda og áherslum kennara.
Höfundar: Kristjana Friðbjörnsdóttir og Ása Marin Hafsteinsdóttir
Myndir: Lára Garðarsdóttir
Ritstjórar: Sigríður Wöhler og Guðríður Skagfjörð Sigurðardóttir
Smátímasögur er safn smásagna eftir þekkta íslenska barnabókahöfunda. Sögurnar eiga það sameiginlegt að hafa verið gjöf til þjóðarinnar ár hvert í boði IBBY á Íslandi.
Höfundur verkefna: Kristjana Friðbjörnsdóttir
Höfundar smásagna: Gunnar Helgason, Ragnheiður Gestsdóttir, Friðrik Erlingsson, Birgitta Elín Hassel, Marta Hlín Magnadóttir, Ævar Þór Benediktsson, Hildur Knútsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Gerður Kristný og Þórarinn Eldjárn
Myndir: Árni Jón Gunnarsson, Heiða Rafnsdóttir, Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson
Ritstjóri: Sigríður Wöhler